Súfistinn í 27 ár


Súfistinn var stofnaður árið 1994 með það að markmiði að taka virkan þátt í að breyta og móta kaffi- og kaffihúsamenningu okkar Íslendinga. Súfistinn var fyrsta reyklausa kaffihúsið á Íslandi og því var spáð að reyklaust kaffihús myndi aldrei þrífast svo nátengt væri allt vitsmuna- og menningarlíf. Markmið Súfistans frá upphafi hefur verið  að bjóða góðar veitingar á sanngjörnu verði og  nú í dag er Súfistinn fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir frábærar tertur, afbragðsgóða smárétti og gott kaffi. Súfistinn lítur á kaffið sem  "ferskvöru" og er  tíminn frá ristun  því talin í klukkustundum en ekki í mánuðum.