image image image
Lifandi tónlist Fjölmargir listamenn, rithöfundar og tónlistarmenn eru reglulegir gestir hjá Súfistanum þar sem þeir geta komið list sinni á framfæri.
Hrein snilld Kaffið er hrein snilld - Hlýlegt umhverfi og frábær þjónusta - Öll matreiðsla og allur bakstur fer fram í eldhúsi Súfistans að Strandgötu 9 - Mikið úrval af kaffidrykkjum og tei
Súfistinn í Hafnarfirði Súfistinn er staðsettur að Strandgötu 9, Hafnarfirði
1 2 3

Matseðill

 

 


Panin
i - með rauðlauk, rauðum og grænum paprikum, osti og salati

Kjúklinga panini – Kjúklingur og hvítlaukssósa 

Skinku panini – Skinka og sinnepssósa 

Pepperoni panini – Pepperoni og rautt pestó 

 

Indverskar smábökur

Grænmetis smábaka m/ heimalöguðu chutney 

m/ salati - val um hrísgrjón 

Kjúklinga smábaka m/ sýrðum rjóma.

m/ salati - val um hrísgrjón 

 

Eggjabaka Súfistans m/ salati. Val um fetaost eða ólívur.

 

Salatskál - paprikur, agúrka, ólífur, fetaostur, sólþurrkuðir tómatar og fræ 

 

Kjúklingasalat - paprikur, agúrka, ólífur, fetaostur, sólþurrkuðir tómatar og fræ

 

Sólkjarnaloka - með skinku, osti, rauðu pestói og salati

 

Ristað brauð - með osti, sultu, marmelaði og agúrku 

 

Beygla - með osti, sultu/marmelaði og agúrku 

 

Beygla- Heimalöguð rauðlaukssmyrja, reykt skinka, ostur og salat 

 

Beygla- Heimalagaður hummus, agúrka, ostur og salat

 

Súpa dagsins  m/brauði - Alla virka daga í hádeginu.


Tertur Súfistans

Baby Jane: Þriggja hæða rjómaterta með kókos og salthnetubotn klædd ekta súkkulaði.

Baby Ruth: Þriggja hæða marengs rjómaterta með salthnetubotn og ekta súkkulaði.

Karl Viggó: sannkallaður súkkulaðidraumur. Súkkulaði svampbotn með mokkamús hulin súkkulaðibráð. Skýrð í höfuðið á Karl Viggó bakara.

Gulrótarterta: Hefðbundin þriggja hæða gulrótarterta að hætti Súfistans.

Súkkulaðiterta: Klassísk súkkulaði terta á þremur hæðum klædd súkkulaðikremi.

Ostaterta: Súfistinn býður upp á mismunandi tegundir af ostatertum að hverju sinni. Meðal annars Baileys ostatertu, hindberja ostatertu og appelsínu ostatertu.

Konfektterta: Konfekttertan er drottning Súfistans. Tertan hefur konfektbotna, kókosbotn, sultu og rjóma, hún er svo klædd marsipani og súkkulaði. Sannkölluð helgarterta.

Kókosterta: Kókosterta er þriggjahæða terta með kókosbotnum og súkkulaðirjóma á milli. Hún er síðan hjúpuð dökku súkkulaði og kókosflögum.

Eplaterta: Klassísk eplaterta með kanil og eplum, borin fram volg með rjóma til hliðar.

Sjá heildar tertulista...

Ekki eru allar kaffibaunir jafnar að gæðum.

Þótt  talið sé að til séu yfir 25 kaffiplöntutegundir eru aðeins tvær þeirra ræktaðar til kaffi-baunaframleiðslu, arabica-  og robusta-kaffiplantan. Hin fyrrnefnda er upprunnin í Arabíu en hin síðarnefnda á rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Robusta-kaffibaunirnar hafa allt til að bera nema bragðið og eru þær t.d.  þrisvar til fjórum sinnum ódýrara hráefni heldur en  arabica-kaffibaunirnar en þær  standast engan samanburð varðandi bragð og önnur gæði. Súfistinn notar eingöngu 100% arabica-kaffibaunir og flytur inn hrákaffi frá yfir 17 löndum,  ristar einungis 7 til 12 kg í senn til þess að tryggja hámarksgæði og er tími hverrar ristunar u.þ.b. 15 mínútur.

 Þessi hæga ristunaraðferð,  yfirgripsmikil þekking á hráefninu og sú  mikla áhersla sem lögð er á að kaffið sé ferskvara hefur skapað Súfistanum sérstöðu meðal innlendra og erlendra kaffibrennslna.

 Hjá Súfistanum er tíminn frá ristun talinn í klst. en ekki í mánuðum eða árum eins og hjá mörgum kaffibrennslum.

Lestu áfram...

Við mölum kalffið i fyrir viðskiptavini okkar.

Einungis úrvals kaffibaunir og gott bragð :)  
Til að njóta kaffisins til fullnustu ættu allir að eiga kaffikvarnir og mala kaffið jafnóðum og þess er neytt.

Te Súfistans er frá hinum virta teframleiðanda í Vínarborg Demmerhandelerchaft.

Demmer teehaus nýtur mikillar virðingar í  Mið- og Suður- Evrópu vegna einstakra gæða og 

frumleika við teblöndun